Go to the page content
Meðferð | 2 Lágm. lestur

Hér er fjallað um vísindalega viðurkennda meðferð við offitu

Hvort sem það er atferlismeðferð, lyf við offitu eða offituaðgerð, þá er margs konar meðferð fyrir hendi til að meðhöndla offitu. Meðferðaraðili þinn getur hjálpað þér að gera áætlun um þyngdarstjórnun sem er sérsniðin fyrir þig með því að setja saman mismunandi meðferðir, sem virka á mismunandi hátt.

Offita er flókinn sjúkdómur með fjölþættar orsakir. Þess vegna, samkvæmt Arya Sharma, prófessor: „Er ekki til nein ein markviss aðferð sem virkar fyrir alla sjúklinga.“ Hann er vísindalegur framkvæmdastjóri Obesity Canada og læknir, sem hefur sérhæft sig í meðferð offitu síðastliðin 20 ár.

„Vel heppnuð meðferðaráætlun felur í sér markvissar aðferðir til langs tíma, sem hjálpa sjúklingum við þyngdartap og koma í veg fyrir þyngdaraukningu, „ bætir hann við. Fólk sem er með offitu þarf þess vegna meðferðaráætlun sem er sérsniðin fyrir hvern og einn.

Áætlunin getur falið í sér marga mismunandi meðferðarmöguleika. Mismunandi tegundir af meðferð geta verið mis mikilvægar á mismunandi tímum á þessari leið að þyngdartapi. Þess vegna á að aðlaga áætlunina þína að þínum þörfum og hún getur þróast með tímanum.

Fyrsta skrefið er að finna meðferðaraðila sem hefur menntun m.t.t. offitumeðferðar. Sífellt fleiri meðferðaraðilar þekkja vísindin á bak við sjúkdóminn og hvernig best er að meðhöndla hann. Gefstu ekki upp, þó að það taki einhvern tíma að finna rétta meðferðaraðilann. Ef þú ert óviss um hvernig þú ættir að byrja samtalið, þá geta þessar leiðbeiningar gefið þér hugmynd um hvernig þú getur gert það.

Offita er flókinn sjúkdómur með margar orsakir og það er ekki nein ein markviss aðferð sem virkar fyrir alla.

-Freedhoff Y. & Sharma A.M. Best Weight, A practical guide to office-based obesity management, Canadian Obesity Network 2010

Við skulum skoða nokkra af þeim vísindalega viðurkenndu meðferðarmöguleikum sem meðferðaraðilar hafa í sínum fórum.*

A professional in a grey jacket taking some notes and talking to a patient; office

Hollt mataræði – Skilningur á „Hvernig“ og „Af hverju“ í sambandi við afstöðu þína til matar

Gleymdu töframegrunarkúrnum. Þegar um offitu er að ræða er breytt mataræði miklu meira en bara að borða færri hitaeiningar. Læknirinn mun þess í stað skoða matarvenjur þínar í heild, þegar á að útbúa þyngdarstjórnunaráætlun fyrir þig.

Er til dæmis einhver ákveðinn tími dags þar sem mest hætta er á að þú borðir of mikið eða borðir óhollan mat?

Hvar borðar þú venjulega? Borðarðu þegar þú finnur fyrir þreytu, streitu eða ert leið/-ur yfir einhverju? Hvernig upplifir þú tilfinninguna um seddu eftir máltíð? Svörin við þessum spurningum geta hjálpað þér að ná meira jafnvægi í afstöðu þinni til matar.

Aukin hreyfing

Þú þarft ekki að hlaupa maraþon á hverjum degi. Til að byrja með getur verið mikilvægara að hafa bara örlítið meiri hreyfingu í hversdagslífinu. Ef þú situr mestan hluta dagsins getur skipt máli að standa upp og hreyfa sig í nokkrar mínútur á hverri klukkustund. Eins getur það hjálpað að ganga í búðir og nota stiga í stað lyftu þegar það er mögulegt.

Það sem skiptir máli er að þú finnir ýmsar leiðir til að hreyfa þig, sem þér líður vel með á hverjum degi. Takmarkið er 30 mínútna hreyfing á hverjum degi. Þú getur náð því smám saman, hægt og rólega, með því að bæta nýjum venjum sem fela í sér hreyfingu inn í hversdagslífið, sem þér líður vel með og þú getur haldið þig við til langs tíma litið.

 Atferlismeðferð

Líkami okkar og hugur eru nátengd. Atferlismeðferðaraðilar vinna með sálfræðilegu þættina í þyngdarstjórnun og þeir hjálpa þér að greina munstur hugsana, tilfinninga og atferlis, sem t.d. hafa áhrif á fæðuneyslu og meðfylgjandi þyngdaraukningu. Það geta verið stórir skammtar, og/eða tíð neysla millibita, og/eða að þú borðar/drekkur þó að þú finnir ekki fyrir svengd.

Áherslan er á að gefa þér möguleika á að ná færni í að breyta þessu munstri og hjálpa þér að viðhalda þyngdartapi og heilsufarsávinningi til langs tíma.

 Ígildi máltíðar / hitaeiningaskert mataræði

Ígildi máltíðar er hitaeiningaskert vara, sem inniheldur mikilvæg næringarefni, vítamín og steinefni. Ígildi máltíðar inniheldur yfirleitt mikið prótein – en lítið af fitu og kolvetnum.

Ígildi máltíðar getur verið þáttur í mataræði sem er undir klínísku eftirliti, þannig að einni eða fleiri máltíðum á hverjum degi er skipt út fyrir matvæli eða uppskriftir sem innihalda ákveðinn fjölda hitaeininga – t.d. á milli 800 og 1200 hitaeiningar á dag.

 Lyf við offitu

Á sama hátt og við getum ekki stýrt líkamshita okkar með huganum, getum við ekki heldur stýrt líffræðilegum ferlum sem stýra matarlystinni, á meðvitaðan hátt. Það er hér sem lyf við offitu leika mikilvægt hlutverk í að vinna með þessi margbreytilegu líffræðilegu ferli.

Mismunandi lyf verka á mismunandi hátt. Sum lyf við offitu hafa áhrif á matarlystina. Það hjálpar þér að borða minna og getur gert lífsstílsbreytingarnar auðveldari.

Lyf við offitu geta líka hjálpað til við að fyrirbyggja að þú þyngist aftur, með því að hafa áhrif á viðbrögð líkamans við þyngdartapi – eins og til dæmis viðvarandi aukna svengdartilfinningu. Önnur lyf hjálpa þér að léttast með því að breyta því hvernig líkaminn frásogar matinn. Til dæmis með því að draga úr því magni af fitu sem líkaminn tekur upp* (sjá neðar á blaðsíðunni).

 Offituaðgerð

Almennt séð draga þessar aðgerðir úr matarlystinni og því magni af mat sem ein manneskja getur borðað í einu án óþæginda. Það hefur sýnt sig að aðgerðirnar hafa í för með sér efnaskiptabreytingar og hormónabreytingar sem eiga mikilvægan þátt í þyngdarstjórnun. Hormónabreytingarnar sem eiga sér stað eiga þátt í að koma í veg fyrir að þyngdin fari aftur í fyrra horf.

Finndu meðferð sem hentar þér

Læknirinn mun hjálpa þér að gera þína eigin áætlun um þyngdarstjórnun. En læknirinn getur ekki sagt fyrir um hvernig þú kemur til með að bregðast við þeim mismunandi meðferðum sem mælt er með. Við erum öll ólík og það þýðir líka að viðbrögð okkar við meðferð eru mjög einstaklingsbundin.

Læknirinn mun þess vegna ef til vill vilja aðlaga þyngdarstjórnunaráætlunina þegar fram í sækir, en það fer eftir því hvernig líkaminn þinn bregst við.

Þyngdarstöðnunin

Óháð því hvaða meðferð felst í áætluninni þinni um þyngdarstjórnun, mun þyngdartapið stöðvast á einhverjum tímapunkti. Þetta er þekkt sem „þyngdarstöðnun“. Þetta er ófrávíkjanlegur þáttur í þyngdarferðalaginu, sem getur valdið vonbrigðum og vonleysi.

Þyngdarstöðnunin er hins vegar afleiðing af náttúrulegri aðlögun að þyngdartapi (út frá þróunarkenningunni er þyngdartap ekki gott með tilliti til þess að lifa af og fjölga sér). Þess vegna bregst líkaminn, oft ómeðvitað, við þyngdartapi með því að auka fæðuneyslu og minnka orkunotkun. Rannsóknir hafa sýnt að þetta getur staðið árum saman. Það kemur ekki á óvart að 8 af hverjum 10 einstaklingum enda með því að bæta þyngdinni aftur á sig þegar til lengri tíma er litið. Þetta er enn ein sönnun þess að þrátt fyrir okkar bestu fyrirætlanir fer líffræðin sínar eigin leiðir, sem hafa þróast á milljónum ára.

Einstaklingar sem upplifa þyngdarstöðnunina, segja oft: „Hver er tilgangurinn? Þetta virkar ekki lengur!“ eða „Ég er stopp. Þegar það er enginn árangur af því sem ég geri, get ég alveg eins hætt“.

En oft viðurkennum við ekki að það þarf að leggja jafn mikið á sig til að viðhalda þyngdartapi og að það í sjálfu sér er mikið afrek þegar litið er til allra þeirra krafta sem koma við sögu. Þess vegna segja margir læknar að í rauninni eigi að halda upp á þyngdartap.

Mundu, að sú meðferð sem þú færð, vinnur stöðugt bak við tjöldin að því að „temja“ líffræðina, líka þegar þú sérð ekki áframhaldandi þyngdartap þegar þú stígur á vigtina. En hvað ef þyngdartapið sem þú hefur náð er ekki nóg til að sjá þann ávinning fyrir heilsuna eða þau auknu lífsgæði sem þú sækist eftir? Þú átt að vera jafn stolt/-ur af því sem þú hefur lagt á þig og staðfestunni sem þú hefur sýnt, við að komast á þann stað sem þú ert á í dag. Haltu áfram á sömu braut og fáðu tíma hjá lækninum til að fara í gegnum áætlunina þína um þyngdarstjórnunina til að sjá hvort breyta ætti um aðferð við meðferðina eða aðlaga hana.

*  Meðferð getur í sumum tilvikum valdið aukaverkunum. Þessar upplýsingar á ekki að skilja sem ráðleggingar um meðferð. Fáðu alltaf ráðleggingar um meðferð hjá lækni.

Heimildir
  • Puhl RM & Heuer CA. Obesity Stigma: Important Considerations for Public Health. American Journal of Public Health 2010; 100:6:1019-1028.
  • Freedhoff Y. & Sharma A.M. Best Weight – A practical guide to office-based obesity management. Canadian Obesity Network 2010.
  • Wadden TA et al. Overview of the Treatment of Obesity in Adults. I: Thomas A. Wadden & George A. Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 283-308.
  • Kushner RF & Kahan S. The Emerging Field of Obesity Medicine. I: Thomas A. Wadden & George A. Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 413-452.
  • Berthoud H, Münzberg H., & Morrison, C.D. Blaming the brain for obesity. Gastroenterology 2017; 152(7):1728-1738.
  • American Association of Clinical Endocrinologists. Empower your health: Guide to physical activity: https://www.empoweryourhealth.org/sites/all/files/Empower-Physical-Activity-Guide.pdf [Tilgået juli 2019].
  • Gomez-Rubalcava S, Stabbert K & Phelan S. Behavioral Treatment of Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018.
  • Forman E & Butryn M. Effective Weight Loss: An Acceptance-Based Behavioral Approach - Treatments That Work (Workbook Ed.). New York: Oxford University Press 2016.
  • Butryn ML, Webb V & Wadden TA. Behavioral treatment of obesity. Psychiatric Clinics 2011; 34(4):841-859.
  • Li M & Cheung BMY. Pharmacotherapy for obesity. British Journal of Clinical. Pharmacology 2009; 68:804–810.
  • Stefanidis A & Oldfield BJ. Neuroendocrine mechanisms underlying bariatric surgery: Insights from human studies and animal models. Journal of Neuroendocrinology 2017; 29:e12534.
  • Schmidt JB et al. Effects of RYGB on energy expenditure, appetite and glycaemic control: a randomized controlled clinical trial. International Journal of Obesity 2016; 40:281–290.
  • Xulong S et al. From Genetics and Epigenetics to Precision treatment of obesity: Gastroenterology Report 2017; 5(4):266–270.
  • Vanwormer FM et al. Weight-Loss Outcomes: A Systematic Review and Meta-Analysis of Weight-Loss Clinical Trials with a Minimum 1-Year Follow-Up. J Am Diet Assoc. 2007. 107:1755-1767.
  • Rosenbaum M et al. Long-term persistence of adaptive thermogenesis in subjects who have maintained a reduced body weight. Am J Clin Nutr. 2008; 88:906–912.
  • Schwartz A & Doucet É. Relative changes in resting energy expenditure during weight loss: a systematic review. Obesity Reviews. 2010; 11:531–547.
  • Hall KD & Kahan S. Maintenance of lost weight and long-term management of obesity. Medical Clinics of North America 2018; 102(1):183-197.
  • Tsai AG & Wadden TA. Treatment of Obesity in Primary Care. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 453-465.

Tengdar greinar

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér
Verkfæri | 5 Lágm. lestur

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér

Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er tala sem er reiknuð út frá hæð og þyngd. Þetta er ekki nákvæmur útreikningur á prósentuhlutfalli líkamsfitu, en þetta er þægileg leið til að ákveða hvar þyngdin þín liggur með tilliti til þess hvað telst heilbrigt.