Fyrir hverja eru heilsueflandi móttökur á heilsugæslum og hvað tekur við þegar einstaklingur hefur fengið tilvísun í móttökuna?
Heilsueflandi móttaka er regnhlífarhugtak fyrir heildræna nálgun á einstaklinginn óháð heilsuvanda. Algengt er að einstaklingar sem koma í móttökuna séu með fleiri en einn langvinnan sjúkdóm en stærstur hluti þeirra sem leita til heilsueflandi móttöku eru einstaklingar með offitu. Í þessari grein fer Helga yfir starfsemi móttökunnar, tilgang hennar og lýsir því hvað tekur við þegar einstaklingur fær tilvísun í heilsueflandi móttöku